Hamar-Þór tryggði sér sæti í úrslitum

Astaja Tyghter var rosalega tvennu fyrir Hamar-Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta með sigri á Stjörnunni á heimavelli, 75-65 í Þorlákshöfn.

Þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð, og veitti ekki af, enda baráttan um sæti í úrslitakeppninni hörð. Hamar-Þór mun mæta toppliði Ármanns í 4-liða úrslitum og í hinni viðureigninni mætast ÍR og KR.

Þær sunnlensku sýndu það strax í upphafi leiks að markmið kvöldsins var skýrt. Staðan var orðin 17-5 eftir tæplega sex mínútna leik en Stjarnan kom til baka í 2. leikhluta og náði að komast yfir, 35-37. Hamar-Þór átti lokaorðið í fyrri hálfleik og leiddi í leikhléi, 42-39.

Í seinni hálfleiknum var Hamar-Þór skrefinu á undan allan tímann, þær spiluðu fína vörn og náðu að halda Stjörnunni í öruggri fjarlægð.

Astaja Tyghter var rosalega tvennu fyrir Hamar-Þór, 28 stig og 29 fráköst. Að auki stal hún 5 boltum og sendi 6 stoðsendingar. Julia Demirer var sömuleiðis öflug, hún skoraði 16 stig og tók 18 fráköst, þar af 10 sóknarfráköst. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði 9 stig og sendi 7 stoðsendingar, Gígja Rut Gautadóttir skoraði 8 stig, Helga María Janusdóttir 7, Ingibjörg Bára Pálsdóttir og Hrafnhildur Magnúsdóttir 3 og Elín Þórdís Pálsdóttir 1.

Fyrri greinHarður árekstur á Þrengslavegi
Næsta greinEmilía Hugrún sigraði í söngkeppni NFSu