Staðan í einvíginu er nú 2-2 en þrjá sigra þarf til þess að komast í úrslitaeinvígið gegn Fjölni, um sæti í úrvalsdeildinni.
Leikurinn í gær var jafn og spennandi eins og fyrri viðureignir liðanna. Hattarmenn höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu 49-40 í hálfleik.
Hamarsliðið mætti mjög ákveðið inn í seinni hálfleikinn og náði þar að snúa leiknum sér í vil. Staðan var 64-70 þegar fjórði leikhluti hófst en Höttur jafnaði 76-76 um hann miðjan. Hamarsmenn voru hins vegar sterkari á lokasprettinum og unnu góðan sigur.
Tölfræði Hamars: Everage Lee Richardson 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Milekic 19/13 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 13/4 fráköst, Dovydas Strasunskas 9/4 fráköst, Oddur Ólafsson 9/5 stoðsendingar, Julian Rajic 9/10 fráköst, Florijan Jovanov 7/5 fráköst.