Hamar tryggði sér oddaleik

Úr leiknum í dag. Ljósmynd/Hamar

Hamar og Þróttur mættust í dag í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Unbrokendeildar karla í blaki. Þróttarar unnu fyrri leik liðanna örugglega 3-0 og áttu heimamenn því harma að hefna í dag.

Hamarsmenn mættu tilbúnir til leiks og unnu fyrstu hrinuna án vandræða 25-16. Önnur hrina var jöfn framan af en upp úr henni miðri náðu Hamarsmenn yfirhöndinni og unnu örugglega 25-15. Í þriðju hrinu var jafnt 11-11 en Hamarsmenn skriðu þá hægt en örugglega framúr og unnu hrinuna 25-19 og leikinn þar með 3-0.

Stigahæstur í liði Hamars var Tomek Leik með 19 stig en liði Þróttar var það Karol Kubisz með 9 stig.

Staðan í einvíginu er því 1-1 og úrslitin munu ráðast í oddaleik í Laugardalshöllinni næstkomandi miðvikudag.

Fyrri greinSelfoss í úrslit í Lengjubikarnum
Næsta greinGeðbrigði sigraði Músíktilraunir