
Hamar og KFS mættust í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru erfiðar í Eyjum í dag, rigning og rennblautur völlur. Leikurinn var markalaus allt fram á lokamínútuna að KFS náði að knýja fram sigurmark og lokatölur urðu 1-0.
Samanlögð úrslit úr tveimur leikjum ráða úrslitum í þessu einvígi en seinni leikur liðanna fer fram á Grýluvelli kl. 15:30 næstkomandi miðvikudag.