Hamar heldur áfram að lyfta sér upp stigatöfluna í 2. deild karla í knattspyrnu.
Hamarsmenn sigruðu Aftureldingu 0-2 í Mosfellsbæ í kvöld og eru með sigrinum komnir upp í 6. sæti og hafa kvatt botnbaráttuna í deildinni.
Agnar Þórisson og Axel Magnússon skoruðu mörk Hvergerðinga í leiknum.