Hamar lagði Ægi, 3-2, í lokaumferð Lengjubikarsins í kvöld. Leikið var á grasi í vorblíðunni í Þorlákshöfn.
Hamarsmenn voru sterkari aðilinn nær allan leikinn. Þeir byrjuðu frísklega því eftir aðeins 37 sekúndur hafði Arnar Þórarinsson komið Hamri í 1-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Hvergerðingar léku sama leikinn í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu eftir rúma mínútu en markið var sjálfsmark. Marteinn Sindri Svavarsson kom Ægi svo í 3-0 á 61. mínútu.
Ægismenn tóku sig á og skoruðu tvö mörk á síðustu tíu mínútunum. Milan Djurovic minnkaði muninn í 3-1 á 82. mínútu og Arnar Þór Ingólfsson skoraði annað mark Ægis síðustu sekúndum leiksins.
Nokkur harka var í leiknum en Kjartan Björnsson dómari lagði skýrar línur og lyfti gula spjaldinu fimm sinnum, þar af fengu Hvergerðingar fjögur.
„Það var nokkur harka í leiknum eins og oft þegar Hamar og Ægir mætast en enginn fékk þó rautt. Menn voru á síðasta séns hjá dómaranum nær allan leikinn,“ sagði Björn Ásgeir Björgvinsson, leikmaður Hamars í samtali við sunnlenska.is.
Úrslitin í riðlinum voru löngu ráðin fyrir þennan leik. Hamar og Ægir eru í tveimur neðstu sætunum, Hamar með 4 stig en Ægir tapaði öllum sínum leikjum.