Hamar vann fyrsta sigur sinn í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í gær þegar liðið mætti Magna í Akraneshöllinni.
Þetta var mikill markaleikur en lokatölur urðu 5-3, Hvergerðingum í vil.
Axel Ingi Magnússon skoraði tvö marka Hamars en þeir Haraldur Hróðmarsson, Alexandre Tselichtchev og Sveinn Ingi Einarsson eitt hver.
Hamar er í 2. sæti riðilsins að loknum tveimur umferðum.