Íslandsmeistarar Hamars í blaki karla mættu KA tvívegis um helgina á heimavelli í Hveragerði. Hamar vann báða leikina nokkuð örugglega.
KA menn mættu vel stemmdir til leiks á laugardag og unnu fyrstu hrinuna 26-24. Hamarsmenn hrukku þá í gírinn og unnu næstu þrjár hrinur; 25-20, 25-18 og 25-23 og leikinn þar með 3-1.
Úrslit leiksins í dag urðu einnig 3-1 og aftur vann KA fyrstu hrinuna, 25-21. Þá tóku Hvergerðingar við sér og unnu næstu þrjár hrinurnar; 25-12, 25-13 og 25-20.
Maður leiksins á laugardag var Wiktor Mielczarek, Hamri, en í dag var það Hamarsmaðurinn Thomaz Leik sem bar af.