Unglingamót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn í desember. Keppendur voru 34 talsins frá þremur félögum; Dímon, Hamar og Umf Þór. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim.
Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 35 stig, Dímon var í öðru sæti með 24 stig og Umf Þór í því þriðja með 6 stig. Úrslitin á mótinu má sjá hér að neðan.
U11 – snáðar og snótir
Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.
U13-15 – hnokkar/sveinar
1.sæti – Ívar Ylur Birgisson – Dímon
2.sæti – Þröstur Breki Hlífarsson – Hamar
3.sæti – Alexander Ívar Helgason – Dímon
U13-15 – tátur/meyjar
1.sæti – Rakel Rós Guðmundsdóttir – Hamar
2.sæti – Unnur Rós Ármannsdóttir – Umf Þór
3.sæti – Birna Mjöll Björnsdóttir – Dímon
U17-19 – drengir/piltar
1.sæti – Úlfur Þórhallsson – Hamar
2.sæti – Óli Guðmar Óskarsson – Dímon
3.sæti – Heimir Árni Erlendsson – Dímon
U17 og U19 – telpur og stúlkur
Engir keppendur voru í þessum flokkum.