Hamarskonur eru ósigraðar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 69-72 sigur í uppgjöri toppliðanna í Keflavík í kvöld.
Það voru heimamenn sem byrjuðu mun betur en staðan í hálfleik var 42-32 fyrir Keflavík og útlitið ekki bjart fyrir Hamar.
Þriðji leikhluti var jafn en í upphafi 4. leikhluta hafði Keflavík 9 stiga forskot, 57-48. Þá náði Hamar 13-2 leikkafla og breytti stöðunni í 59-61. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Keflavík komst aftur yfir þegar 28 sekúndur voru eftir af leiknum, 69-68. Jaleesa Butler skoraði hins vegar sex síðustu stig Hamars og tryggði þeim sigurinn á meðan Keflvíkingar klikkuðu á vítalínunni undir lokin.
Butler var stigahæst Hamarskvenna með 29 stig og 10 fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 17 stig og þær Fanney Guðmundsdóttir og Slavica Dimovska voru báðar með 12 stig.
Staðan í deildinni að loknum 7. umferðum:
1. Hamar 7/0 – 14
2. Keflavík 6/1 – 12
3. KR 4/3 – 8
4. Njarðvík 4/2 – 8
5. Haukar 4/3 – 8
6. Snæfell 2/5 – 4
7. Grindavík 1/6 – 2
8. Fjölnir 0/7 – 0