Hamar vann úti – Hrunamenn og Selfoss töpuðu

Jose Medina var sterkur í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann góðan sigur á Þór Akureyri í gærkvöldi í 1. deild karla í körfubolta, á meðan Hrunamenn og Selfyssingar töpuðu sínum leikjum.

Hamar sótti Þór heim á Akureyri og Hvergerðingar náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 28-46. Þórsarar minnkuðu forskotið til muna í 3. leikhluta en á lokakaflanum voru Selfyssingar sterkari og sigruðu að lokum 79-92. Jose Aldana var öflugur í liði Hamars, einu frákasti frá þrefaldri tvennu, með 20 stig, 9 fráköst og 11 stoðsendingar. Maður leiksins var hins vegar Ragnar Nathanaelsson sem skoraði 19 stig, tók 19 fráköst og varði 5 skot.

Á Flúðum var Skallagrímur í heimsókn hjá Hrunamönnum. Leikurinn var lengst af í járnum og staðan í hálfleik var 47-54. Hrunamenn komust yfir í 3. leikhluta en lögðu svo niður allar varnir á síðustu fimm mínútum leiksins og Skallagrímur sigraði 94-113. Ahmad Gilbert var illviðráðanlegur í liði Hrunamanna með 32 stig og 15 fráköst.

Selfoss og Sindri mættust á Hornafirði í hörkuleik. Heimamenn höfðu frumkvæðið lengst af og leiddu í leikhléi, 48-39. Sindramenn juku forskotið enn frekar í upphafi seinni hálfleiks en Selfoss spilaði fína vörn í 4. leikhluta og minnkaði muninn hratt niður í tvö stig, 76-74. Þá vöknuðu Sindramenn og tryggðu þeir sér að lokum 85-79 sigur. Srdan Stojanovic var stigahæstur Selfyssinga með 23 stig en Kennedy Aigbogun var sömuleiðis öflugur með 15 stig og 8 fráköst.

Staðan í deildinni er þannig að Hamarsmenn eru í 5. sæti með 6 stig en Selfyssingar og Hrunamenn í 6.-7. sæti með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Jose Medina 20/9 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnar Nathanaelsson 19/19 fráköst/5 varin skot, Björn Ásgeir Ásgeirsson 17/6 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 13/6 fráköst, Haukur Davíðsson 12/6 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 5, Daníel Sigmar Kristjánsson 4, Baldur Freyr Valgeirsson 2.

Tölfræði Hrunamanna: Ahmad Gilbert 32/15 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Samuel Burt 25/8 fráköst, Eyþór Orri Árnason 14/9 stoðsendingar, Óðinn Freyr Árnason 7, Friðrik Heiðar Vignisson 6, Yngvi Freyr Óskarsson 5, Þorkell Jónsson 3, Hringur Karlsson 2.

Tölfræði Selfoss: Srdan Stojanovic 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ísak Júlíus Perdue 15, Kennedy Aigbogun 15/8 fráköst, Styrmir Jónasson 12, Arnaldur Grímsson 10/8 fráköst, Dusan Raskovic 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.

Fyrri greinMagnaður sigur Selfyssinga
Næsta greinEngar varnir þegar ungmennaliðið skellti Fjölni