Sameiginlegur stúlknaflokkur Hamars og FSu í körfubolta sigraði Grindavík í framlengdum hörkuleik í Bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi, 67-59.
Stelpurnar í liðinu koma víða að af Suðurlandi, m.a. úr Þykkvabæ, Hreppunum, frá Selfossi og Hveragerði.
Tvær þeirra voru nýlega valdar í yngri landslið KKÍ en Dagný Lísa Davíðsdóttir (U-16) og Marín Laufey Davíðsdóttir (U-18) hafa fengið skilaboð frá sambandinu um að þær séu í komnar í lokahóp U-16 og U-18 liðanna. Yngri landslið Íslands munu keppa á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð í dagana 16.-20. maí nk.
Myndin hér að ofan er tekin fyrr í vetur þegar Hannah Tuomi þjálfaði liðið en núverandi þjálfari þeirra er Samantha Murphy. Á myndina vantar m.a. Öddu Óttarsdóttir og Katrínu Eik Össurardóttir.