Hamar vann góðan útisigur á botnliði Ármanns í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 47-71.
Ármenningar byrjuðu betur í leiknum en annars var fyrri hálfleikurinn jafn og staðan í leikhléi 31-27, Ármanni í vil. Hamarskonur voru hins vegar miklu sterkari í seinni hálfleiknum, spiluðu fína vörn og Ármann skoraði aðeins 16 stig í öllum hálfleiknum. Hamar jók forskotið jafnt og þétt og vann á endanum stórsigur.
Hamar hefur 10 stig í 6. sæti deildarinnar en Ármann er áfram á botninum án stiga.
Tölfræði Hamars: Helga Sóley Heiðarsdóttir 18/9 fráköst/6 stoðsendingar, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 15/4 fráköst, Ragnheiður Magnúsdóttir 11/11 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Adda María Óttarsdóttir 7/5 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 6/5 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 5, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir 1.