Fyrri hluti héraðsmóts karla í blaki fór fram á Hvolsvelli í lok nóvember á síðasta ári.
Þar bar helst til tíðinda að ungt og efnilegt lið heimamanna í Dímon átti hörkuleik á móti margföldum HSK meisturum Hrunamanna. Staðan var jöfn 1-1 fyrir oddahrinu, sem Hrunamenn unnu 15-14.
Úrslit leikja:
Hrunamenn-Dímon 2-1
Hamar-Laugdælir2 2-0
Laugdælir 1 – Hrunamenn 0-2
Hamar – Dímon 2-0
Staðan eftir fyrri hlutann er sú að Hamarsmenn leiða keppnina með 6 stig, Hrunamenn eru með fimm stig, Dímon er með eitt stig og Laugdælir 1 og 2 eru án stiga.
Seinni hluti mótsins fer svo fram á Flúðum 2. apríl næstkomandi.