Hamar lagði grunninn að góðum sigri gegn Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld með frábærum sóknarleik í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 64 stig.
Lokatölur urðu 94-108 og með sigrinum lyftu Hvergerðingar sér upp á miðja stigatöfluna í deildinni, í 5. sætið með 8 stig.
Leikurinn fór vel af stað fyrir Hamar og mikið var skorað enda stóðu leikar 49-64 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Hvergerðingar héldu sínu striki og vörðu forskotið vel.
Þorgeir Freyr Gíslason var bestur í liði Hamars með gott framlag á báðum endum vallarins. Larry Thomas og Julian Nelson áttu einnig mjög fínan leik.
Tölfræði Hamars: Þorgeir Freyr Gíslason 25/10 fráköst, Larry Thomas 23/6 fráköst, Julian Nelson 23/4 fráköst, Ísak Sigurðarson 13, Smári Hrafnsson 6, Arnór Ingi Ingvason 5, Kristinn Ólafsson 5, Oddur Ólafsson 4/6 stoðsendingar, Mikael Rúnar Kristjánsson 4.