Hamar heimsótti Skallagrím í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur í Borgarnesi urðu 3-1.
Hlöðver Már Pétursson kom heimamönnum yfir á 23. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Guido Rancez fyrir Hamar. Staðan var 1-1 í hálfleik og þannig stóðu leikar allt fram á 72. mínútu að Hrafnkell Váli Valgarðsson skoraði fyrir Skallagrím. Alejandro Serralvo bætti síðan þriðja marki heimamanna við fimm mínútum fyrir leikslok.
Með sigrinum minnkaði Skallagrímur bilið í Hamar í 2 stig en Hamar er í 7. sæti deildarinnar með 12 stig og Skallagrímur í 8. sæti með 10 stig.
Önnur úrslit í 10. umferð 4. deildarinnar:
Álftanes 1 – 3 KH
0-1 Magnús Axelsson (’22)
1-1 Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson (’60)
1-2 Sigfús Kjalar Árnason (’83)
1-3 Sigfús Kjalar Árnason (’93)
Vængir Júpíters 3 – 2 KFK
0-1 Andri Jónasson (‘32)
1-1 Patrekur Viktor Jónsson (’60)
2-1 Aron Páll Símonarson (’71 )
2-2 Andy Pew (’89)
3-2 Árni Steinn Sigursteinsson (’90)