Hamar sigraði Snæfell örugglega í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld.
Hamarsmenn leiða því 2-1 í einvíginu en þrjá sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.
Snæfell leiddi 20-24 eftir 1. leikhluta en Hamar átti góðan sprett í 2. leikhluta og staðan var 56-44 í hálfleik. Hamarsmenn juku svo forskot sitt jafnt og þétt í seinni hálfleiknum og sigruðu að lokum örugglega, 115-86.
Jose Medina var stigahæstur Hvergerðinga með 32 stig og 10 stoðsendingar, Lúkas Aron Stefánsson skoraði 20 stig og Fotios Lampropoulos var framlagshæstur með 17 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar.
Liðin mætast næst í Stykkishólmi á miðvikudaginn.
Hamar-Snæfell 115-86 (20-24, 36-20, 33-29, 26-13)
Tölfræði Hamars: Jose Medina 32/10 stoðsendingar, Lúkas Aron Stefánsson 20/5 fráköst, Fotios Lampropoulos 17/12 fráköst/9 stoðsendingar, Jaeden King 14/4 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 14/10 fráköst, Egill Þór Friðriksson 10, Daníel Sigmar Kristjánsson 8/8 fráköst.