Hamarsmenn í Evrópukeppni

Deildarmeistarar Hamars. Ljósmynd/Aðsend

Íslands, bikar- og deildarmeistarar Hamars í blaki karla munu taka þátt í CEV Challenge Cup Evrópukeppninni næsta vetur. Keppnin er útsláttarkeppni þar sem leikið er heima og heiman.

Búið er að draga í fyrstu umferð þar mun Hamar mæta VC Limax Linne, sem varð í 2. sæti í hollensku deildinni og bikarkeppninni síðasta vetur. Leikirnir munu fara fram í október.

Hamarsmenn gengu jafnframt á dögunum frá ráðningu nýs þjálfara. Egill Þorri Arnarsson hefur nú tekið við liðinu en hann er hlaut blakuppeldi sitt hjá Stjörnunni í Garðabæ. Egill hefur mikla þjálfarareynslu en hans síðustu verkefni voru þjálfun liðs Álftaness í efstu deild kvenna auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins nú í vor og hafði þar áður verið aðstoðarþjálfari hjá kvennalandsliðinu.

Fyrri greinGina Tricot opnar í Smáralind í nóvember
Næsta greinGrímuskylda tekin upp á HSU