Hamarsmenn í sóttkví

Úr leik hjá Hamri í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Karlalið Hamars í knattspyrnu er komið í sóttkví eftir að hafa verið á sama gistiheimili og aðili sem síðan greindist með COVID-19.

Fótbolti.net greinir frá þessu.

Hamar ferðaðist norður um síðustu helgi og lék gegn Samherjum á Hrafnagilsvelli í Eyjafirði.

Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki til 5. ágúst í það minnsta vegna hertra samkomutakmarkana sem tóku gildi á hádegi í dag.

Fyrri greinBrúarhlaupinu slegið á frest
Næsta greinFáir á tjaldsvæðum í nótt