Hamar er í hörku toppbaráttu í 1. deild karla í körfubolta en í kvöld vann liðið Vestra á heimavelli 102-86.
Selfoss og Hrunamenn léku einnig í 1. deildinni í kvöld. Selfoss tapaði heima gegn Breiðabliki, 64-80 og Hrunamenn tóku á móti Fjölni og töpuðu 81-100.
Hjá Selfyssingum var Terrence Motley stigahæstur með 25 stig en Corey Taite ver atkvæðamestur Hrunamanna með 41 stig.
Hamar hefur 8 stig í 2. sæti deildarinnar en Breiðablik er á toppnum með 10 stig og hefur leikið einum leik meira. Hrunamenn eru í 8. sæti deildarinnar með 4 stig og Selfoss í 9. sæti með 2 stig.