Hamar vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í körfubolta þegar ÍA kom í heimsókn í Frystikistuna.
Fyrsti leikhluti var jafn en í upphafi 2. leikhluta röðuðu Hamarsmenn niður þristum og gerði 19-2 áhlaup. Staðan var þá orðin 36-20 og Hamar hélt forskotinu fram að hálfleik, 51-45.
Um miðjan 3. leikhluta gerðu Hvergerðingar aftur árás og 17-2 áhlaup skilaði þeim góði forskoti, 74-52. Þar með var leikurinn nánast búinn en Skagamenn voru þó ekki alveg á því og minnkuðu muninn niður í tólf stig í upphafi 4. leikhluta.
Hamar náði þó að halda gestunum í skefjum það sem eftir lifði leiks og lokatölur urðu 98-86.
Hvergerðingar áttu heilt yfir góðan leik í kvöld. Samuel Prescott jr. átti fínan leik og Örn Sigurðarson, Þorsteinn Gunnlaugsson og Oddur Ólafsson skiluðu mjög góðu framlagi.
Tölfræði Hamars: Samuel Prescott Jr. 36/4 fráköst (30 í framlagseinkunn), Örn Sigurðarson 17/12 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Orri Hafþórsson 12, Oddur Ólafsson 6/8 fráköst/13 stoðsendingar, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 4, Þórarinn Friðriksson 4, Bjartmar Halldórsson 3