Hamar vann góðan sigur á Vestra í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi og tryggði sér heimavallarétt í úrslitakeppni deildarinnar. Selfoss vann Sindra örugglega á sama tíma.
Það voru Vestramenn sem byrjuðu betur í leiknum fyrir vestan í gær en Hamar svaraði fyrir sig í 2. leikhuta og staðan var 49-53 í hálfleik. Hvergerðingar voru sterkari í seinni hálfleik og juku forskotið jafnt og þétt. Lokatölur urðu 84-101.
Everage Richardson var stigahæstur hjá Hamri með 32 stig, Marko Milekic skoraði 21 stig og tók 15 fráköst auk þess sem hann sendi 7 stoðsendingar, Geir Helgason skoraði 16 stig, Florijan Jovanov 12 og Julian Rajic 10 en Rajic tók 10 fráköst að auki.
Öruggt hjá Selfyssingum
Á Selfossi tóku heimamenn leikinn gegn Sindra strax í sínar hendur og munurinn var orðinn 33 stig í leikhléi, 60-27. Selfyssingar slógu aðeins af í seinni hálfleik en forskotið minnkaði samt ekkert. Lokatölur urðu 101-66.
Marvin Smith Jr var stigahæstur hjá Selfossi með 28 stig og 12 frákör. Snjólfur Stefánsson skoraði 22 og tók 11 fráköst, Hlynur Hreinsson skoraði 16 og þeir Svavar Ingi Stefánsson og Björn Ásgeir Ásgeirsson skoruðu báðir 10 stig.
Hamar mætir Hetti eða Vestra
Hamar tryggði sér 3. sætið í deildinni í gær og heimavallarétt í úrslitakeppninni þar sem liðið mun annað hvort mæta Hetti eða Vestra í undanúrslitunum. Selfoss er í 6. sæti deildarinnar og siglir þar lygnan sjó.