Þjálfarar, formenn og fyrirliðar liðanna í 1. deild karla í körfubolta spá því að Hamar sigri í 1. deildinni og fari upp í úrvalsdeild á komandi vetri.
Spáin var birt á kynningarfundi úrvals- og 1. deildanna sem haldinn var í dag.
Hamar fær 254 stig í spánni en mest var hægt að fá 264 stig. Selfyssingum er spáð 6. sæti í deildinni.
Í úrvalsdeild karla er Þór Þorlákshöfn spáð 9. sætinu og í 1. deild kvenna er Hamri spáð 7. og neðsta sæti.
Íslandsmótið í körfubolta hefst um næstu helgi.
Spáin í úrvalsdeild karla
KR 329
Stjarnan 324
Tindastóll 269
Njarðvík 251
Grindavík 206
Haukar 195
Keflavík 181
Valur 172
Þór Þ. 129
ÍR 93
Fjölnir 68
Þór Ak. 45
Mest hægt að fá 348 stig, minnst hægt að fá 29 stig
Spáin í 1. deild karla
Hamar 254
Höttur 196
Breiðablik 179
Vestri 136
Álftanes 127
Selfoss 72
Sindri 65
Skallagrímur 63
Snæfell 31
Mest 264 stig, minnst 24 stig
Spáin í 1. deild kvenna
Njarðvík 186
Fjölnir 176
Tindastóll 132
ÍR 106
Keflavík b 80
Grindavík b 64
Hamar 28
Mest 216 stig, minnst 18 stig