Hjörvar með þrennu – Hamri tókst ekki að skora

Aðalsteinn Örn Ragnarsson sækir að marki GG í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hjörvar Sigurðsson fór mikinn þegar KFR lagði Smára í 1. umferð 4. deildar karla í knattspyrnu í Kópavoginum í kvöld.

Hjörvar skoraði þrennu í 1-4 sigri KFR og opnaði markareikninginn strax á 1. mínútu leiksins. Hann skoraði aftur á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan var 0-2 í leikhléi. Smári minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks en KFR skoraði tvö mörk undir lokin, Hjörvar kláraði þrennuna á 77. mínútu og Helgi Valur Smárason innsiglaði 1-4 sigur á 82. mínútu.

Á sama tíma – í sama riðli – tók Hamar á móti GG. Aðstæður á Grýluvelli voru hinar bestu en heimamenn fundu þrátt fyrir það komu Hamarsmenn boltanum ekki í netið. GG komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var 0-1 í leikhléi. Þegar fimmtán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik tvöfaldaði GG forystuna og þar við sat. Lokatölur 0-2.

Hjörvar Sigurðsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinTommi lögga heiðraður
Næsta greinGöngum lengra í loftslagsmálum í Árborg