Handboltavertíðinni aflýst – Engir Íslandsmeistarar krýndir

Kvennalið Selfoss var tveimur stigum frá því að tryggja sér sæti í Olísdeildinni á nýjan leik. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frek­ari keppni á Íslands­mót­inu í hand­knatt­leik hef­ur verið af­lýst vegna COVID-19 faraldursins og eng­ir Íslands­meist­ar­ar verða krýnd­ir árið 2020.

Stjórn HSÍ sendi út tilkynningu í kvöld þar sem ákvörðunin var kynnt en í dag fundaði stjórnin meðal annars með formönnum aðildarfélaga sambandsins.

Staðan í deild­un­um verður lát­in standa og því er Fram deild­ar­meist­ari í Olís-deild kvenna og Val­ur deild­ar­meist­ari í karla­flokki.

Afturelding fellur úr Olísdeild kvenna og FH-ingar fara upp. FH-konur eru efstar í 1. deildinni með 31 stig, einu stigi á undan Selfyssingum, þegar nítján umferðir af 22 höfðu verið leiknar.

Íslandsmeistarar Selfoss urðu í 5. sæti Olísdeildar karla þetta árið.

Til­kynn­ing HSÍ: 

„Stjórn HSÍ ákvað á fundi sín­um í kvöld að af­lýsa öllu frek­ara móta­haldi á veg­um sam­bands­ins. Ákvörðun þessi er tek­in í ljósi þess að yf­ir­völd hafa ákveðið að fram­lengja sam­komu­banni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppn­ir að nýju þar sem fé­lög­in þarfn­ast að minnsta kosti 2-3 vikna und­ir­bún­ings til að geta hafið leik.

Í fram­haldi af þessu ákvað stjórn HSÍ að nú­gild­andi staða í mót­um myndi standa og sam­kvæmt því eru deild­ar­meist­ar­ar Olís deild­ar kvenna Fram og deild­ar­meist­ar­ar Olís deild­ar karla Val­ur.

Tvö neðstu lið Olís deild­ar karla (HK og Fjöln­ir) falla í Grill 66 deild karla og neðsta lið Olís deild­ar kvenna (Aft­ur­eld­ing) fell­ur í Grill 66 deild kvenna. Sæti í Olís deild karla fá tvö efstu lið Grill 66 deild­ar karla (Þór Ak. og Grótta) og sæti í Olís deild kvenna fær efsta liða Grill 66 deild­ar kvenna (FH).

Ekki verða út­nefnd­ir Íslands­meist­ar­ar fyr­ir þetta keppn­is­tíma­bil.“

Fyrri greinFærðu ungabarni þurrmjólk á snjóbíl
Næsta greinSkíttíðig 2020