Hanna í úrvalsliði haustsins

Í dag var tilkynnt um úrvalslið kvenna á haustönn í Olís deild kvenna í handbolta. Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er vinstri skytta liðsins.

Hrafnhildur Hanna hefur leikið frábærlega í deildinni í vetur og er langmarkahæsti leikmaðurinn með 78 mörk í tíu leikjum.

Stefán Arnarson þjálfari Fram var valinn besti þjálfarinn og var Sigurbjörg Jóhannsdóttir leikmaður Fram valin besti leikmaðurinn.

Úrvalslið kvenna er skipað:

Markvörður Florentina Stanciu, Stjarnan

Línumaður Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta

Vinstra horn Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Vinstri skytta Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Hægra horn Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Grótta

Hægri skytta Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Miðjumaður Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

Fyrri greinSex sveitir mættu og Selfyssingar unnu
Næsta greinMest lesnu fréttir ársins 2014