Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í hópi sextán leikmanna sem Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari, hefur valið til að taka þátt í æfingum og leikjum dagana 16.-22. mars.
Liðið mun dvelja í Sviss, æfa þar og leika tvo vináttuleiki gegn landsliði Sviss. Leikirnir fara fram fimmtudaginn 19.mars í Visp og laugardaginn 21.mars kl. í Zofingen.
Verkefnið er liður í undirbúningi íslenska liðins fyrir undankeppni HM, þar sem leikið verður gegn Svartfjallalandi í byrjun júni.