Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sebastian Alexandersson voru útnefnd leikmenn ársins á lokahófi handknattleiksdeildar Umf. Selfoss sem fram fór á Hótel Selfossi í gærkvöldi.
Í meistaraflokki kvenna var Katrín Ósk Magnúsdóttir valin efnilegust, Þuríður Guðjónsdóttir besti sóknarmaðurinn, Hildur Öder fékk baráttubikarinn og Hrafnhildur Hanna var markahæst, varnarmaður ársins og leikmaður ársins.
Sverrir Pálsson var valinn efnilegastur í meistaraflokki karla, Einar Sverrisson var markahæstur og besti sóknarmaðurinn, Jóhann Erlingsson besti varnarmaðurinn, Andri Hrafn Hallsson fékk baráttubikarinn og Sebastian Alexandersson var valinn leikmaður ársins.
Í 2. flokki karla var Egidijus Mikalonis valinn efnilegastur og Sverrir Pálsson var markahæstur og leikmaður ársins.
Það var mikið um dýrðir á lokahófinu sem var mjög skemmtilegt og vel heppnað. Helga Braga Jónsdóttir stýrði samkomunni og eftir að hefðbundinni dagskrá lauk mætti Siggi Hlö á svæðið ásamt Greifunum sem spiluðu fram undir morgun.