Hanna og Katrín í landsliðshópnum

Axel Stefánsson nýr landsliðsþjálfari kvennalið Íslands í handbolta hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp sem mun æfa í Reykjavík vikuna 7.-12.ágúst.

Tveir leikmenn Selfoss eru í hópnum, þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Katrín Ósk Magnúsdóttir.

Hanna hefur verið í landsliðinu og spilað 15 leiki fyrir Ísland en Katrín Ósk, sem er markvörður, er nú valin í A-landslið í fyrsta sinn.

Stein­unn Hans­dótt­ir, leikmaður Skand­e­borg, sem lék með Selfossi á síðasta keppnistímabili er einnig í hópnum.

Fyrri greinFjórir gistu fangageymslu á Selfossi
Næsta greinMikill erill hjá lögreglunni