Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir landsliðskona í handbolta skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.
Mikil ánægja er í herbúðum Selfyssinga með þessa ákvörðun Hrafnhildar Hönnu enda hún burðaás í liði Selfoss.
Hrafnhildur Hanna var síðasta vetur valin í fyrsta sinn i A-landslið Íslands og er án efa ein af öflugustu handboltastúlkum landsins.
Í tilkynningu frá félaginu fagnar stjórn handknattleiksdeildar þessari ákvörðun Hönnu og bindur miklar vonir við að enn aukinn kraftur muni færast í starf deildarinnar.