Haraldur með þrennu fyrir Hamar

Hamar er í góðum málum í 2. sæti 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Fjarðabyggð á heimavelli í kvöld.

Hamar byrjaði leikinn vel og komst í 1-0 strax á 10. mínútu með marki frá Einari Þórissyni. Hamarsmenn voru töluvert meira með boltann en Fjarðabyggð átti hættulegar skyndisóknir inn á milli. Þrátt fyrir ágætis færi náði hvorugt liðið að skora og staðan því 1-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var meira og minna eign Hamars og einungis spurning hvenær þeir næðu að bæta við. Þegar rúmar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Haraldur Hróðmarsson Hamri í 2-0 og hann var ekki hættur því hann innsiglaði þrennuna á tveimur mínútum undir lok leiksins og Hamar sigraði 4-0.

Hamar er í 2. sæti deildarinnar með 21 stig, einu stigi á eftir Hetti og þremur stigum á undan Reyni sem á leik til góða.

Fyrri greinHræringar í Heklu
Næsta greinLögðu hald á 90 byssur