Harpa Valey Gylfadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til þriggja ára.
Harpa kom á Selfoss fyrir síðasta tímabil frá uppeldisfélagi sínu, ÍBV. Harpa er feikilega snöggur leikstjórnandi sem býr yfir ýmsum leiðum til að ógna sóknarlega. Á nýliðnu Ragnarsmóti kvenna var hún valin sóknarmaður mótsins.
„Þegar Harpa kom á Selfoss var það meðal annars til að fá tækifæri til að leika á miðjunni, þar reyndist hún smellpassa inn í lið Selfoss. Það er virkilegt gleðiefni að Harpa velji að taka áfram þátt í uppbyggingu kvennaboltans á Selfossi,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.