Mikill spenningur er í Rangárþingi en KFR mætir HK í Valitorbikarnum í knattspyrnu í kvöld. Knattspyrnuhátíð var slegið upp á Helluvelli síðdegis.
Þar mættu um eitthundrað iðkendur úr yngri flokkum KFR í knattþrautir undir stjórn þjálfara félagsins. Eftir knattþrautirnar verður slegið upp grillveislu sem stendur fram að leiknum sem hefst kl. 19.
Benedikt Benediktsson, formaður KFR, sagði í samtali við sunnlenska.is að Rangæingar væru spenntir fyrir leiknum sem er einn sá stærsti sem KFR hefur spilað og eiga menn von á góðri mætingu á völlinn í kvöld.