Tveir efnilegir leikmenn, Haukur Ingi Gunnarsson og Richard Sæþór Sigurðsson, skrifuðu í vikunni undir þriggja ára samninga við knattspyrnudeild Umf. Selfoss.
Það var Sveinbjörn Másson, framkvæmdastjóri deildarinnar, sem undirritaði samninginn fyrir hönd Selfoss í Tíbrá.
Drangirnir eru báðir afar efnilegir leikmenn öflugs 2. flokks Selfoss og er mikil ánægja innan knattspyrnudeildarinnar með undirritunina.
Að sögn Sveinbjarnar eru þeim nú tryggðar bestu mögulegu aðstæður til að þroskast og vaxa sem leikmenn. „Ég er mjög spenntur að fylgjast með drengjunum á næstu árum,“ sagði Sveinbjörn kampakátur að lokinni undirritun.