Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er í liði fimmtu umferðar pólsku umferðarinnar í handknattelik. Hann átti stórleik þegar Vive Kielce vann stórsigur á Chrobry Glogow, 45-29, síðastliðinn föstudag.
Haukur skoraði þá níu mörk og raðaði frá sér stoðsendingum. Fyrir vikið var hann valinn maður leiksins í fyrsta sinn eftir að hafa komið til félagsins og nú er Haukur í liði umferðarinnar í Póllandi í fyrsta skipti.
Handbolti.is greinir frá þessu
Haukur er óðum að ná sér eftir að hafa slitið krossband í hné í lok október í fyrra. Hann hefur jafnt og þétt fengið meiri tíma í leikjum liðsins, jafnt í pólsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Í gærkvöldi skoraði hann tvö mörk þegar Kielce vann stórsigur á þýska stórliðinu Flensburg, 37-29.