Haukur Már sigraði á 1. maí mótinu

Haukur Már Ólafsson, GKG, sigraði á 1. maí móti Golfklúbbsins Hellu og Grillbúðarinnar sem haldið var á Strandarvelli.

Alls luku 215 keppendur leik í frábæru veðri framan af degi en það fór að blása svolítið seinnipartinn.

Þetta er stærsta opna mótið sem Golfklúbbur Hellu heldur á hverju ári og að sögn heimamanna kemur völlurinn vel undan vetri og er í mjög góðu standi.

Grillbúðin styrkti mótið með veglegum vinningum. GHR þakkar öllum kylfingum fyrir komuna, vinningshöfum til hamingju og Grillbúðinni fyrir stuðninginn.

Án forgjafar
1. sæti Haukur Már Ólafsson GKG 66 högg
2. sæti Andri Már Óskarsson GHR 69 högg
3. sæti Snorri Páll Ólafsson GR 70 högg

Með forgjöf
1. sæti Haukur Már Ólafsson GKG 66 högg
2. sæti Þorkell H. Diego GR 66 högg
3. sæti Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson GOS 67 högg

Nándarverðlaun
2. braut Arnór Harðarson GR 68 cm
4. braut Jóhann Sigurðsson GHR 77 cm
8. braut Rafn Stefán Rafnsson GB 2,25 mtr
11.braut Rafn Stefán Rafnsson GB 2,72 mtr
13. braut Ásgeir G. Bjarnason NK 56 cm

Lengsta teighögg á 18. braut Haukur Már Ólafsson GKG

Fyrri greinNýir rekstraraðilar að tjaldsvæðinu á Stokkseyri
Næsta greinSelfyssingar byrja á útivelli