Vínrauður andi sveif yfir Kölnarvötnum í kvöld þegar íslenska landsliðið í handbolta mætti Frakklandi á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi.
Haukur Þrastarson var kallaður inn í leikmannahóp íslenska liðsins fyrir leikinn í kvöld eftir að hafa verið til taks sem sautjándi maður í hóp fram að þessu.
Haukur er yngsti leikmaðurinn sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í ár. Hann er einnig yngsti leikmaðurinn á HM í sögu Íslands, en hann er 17 ára gamall og spilaði í kvöld sinn sjöunda A-landsleik.
Frakkar höfðu forystuna í leiknum allan tímann en eftir erfiða byrjun í leiknum sýndi hið unga lið Íslands skemmtilega takta. Staðan í leikhléi var 15-11 en lokatölur urðu 31-22.
Það var gæsahúðarstund fyrir Selfyssinga að sjá þá frændur frá Hurðarbaki, Hauk, Teit Örn Einarsson og Elvar Örn Jónsson fara fremsta í sóknarleik Íslands en þeir áttu allir góða spretti í leiknum. Elvar Örn var besti leikmaður Íslands í kvöld og markahæstur með 5 mörk. Teitur Örn skoraði 3 mörk, Haukur 2 og Bjarki Már Elísson skoraði einnig 2 mörk en Ómar Ingi Magnússon komst ekki á blað.
Áhorfendur (og ættingjar) fóru líka á flug á Twitter, eins og sjá má hér að neðan.
Falleg stund þegar Haukur Þrastarson skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti gegn heimsmeisturum Frakka! Hann kom inn í liðið í dag ásamt @OdinnTHR þegar @aronpalm og @ArnorGunnarsson fóru út vegna meiðsla. #hmruv pic.twitter.com/FBpG8A3Avr
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 20, 2019
Velkomin á Selfoss – Frakkland #handbolti
— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 20, 2019
8-7 eftir að Haukur kom á miðjuna.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) January 20, 2019
Geggjaðir þessir SelfyssUngar þegar þeir spila sóknina saman. FH-ingarnir sjá svo um vörnina. Búið að snúa þessari lélegu byrjun við. #handbolti #hmruv
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) January 20, 2019
Ég er alveg kominn í #TeamHurðarbaksættin
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 20, 2019
Þegar Nikola Karabatic byrjaði að spila fyrir Frakkland var Haukur Þrastarson 1 árs. #hmruv #selfosshandbolti
— Fannar (@gFannar) January 20, 2019
Geggjað að sjá sóknarlínu Íslands 🙏😀 #selfosshandbolti #hmruv
— Hlynur Geir Hjartarson (@HlynurGeir) January 20, 2019
Eftir mjög svo erfiða byrjun þá lítur þetta mun betur. Og það er að stórum hluta að þakka höfuðstað Suðurlands #hmruv #selfosshandbolti
— Hafthor (@1423Hafthor) January 20, 2019
Það má alveg hrosa Selfoss strákunum Logi. Ekki vera svona svaklega litaður FH maður. #hmruv
— Eyþór Jónsson (@EythorJ) January 20, 2019