Heiðrún Kristmunds í Hamar

Heiðrún Kristmundsdóttir er mætt aftur í íslenska körfuboltann en í gærkvöldi skrifaði hún undir samning við Hamar í Hveragerði.

Heiðrún hefur síðastliðin fimm ár leikið körfubolta við Coker háskólann í Bandaríkjunum en þar á undan lék hún með KR og Hrunamönnum. Þá ákvað hin efnilega Elín Sóley Hrafnkelsdóttir að semja við Hamar en hún kemur frá Breiðablik.

karfan.is greinir frá þessu.

Það rauk úr pennunum í Frystikystunni í gær en auk Heiðrúnar og Elínar sömdu þær Elma Jóhannsdóttir, Anna Marý Karlsdóttir, Nína Jenný Kristjánsdóttir og Hrafnhildur Magnúsdóttir við félagið.

Einnig framlengdu þær Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Heiða Björg Valdimarsdóttir, Jenný Harðardóttir, Helga Vala Ingvarsdóttir, Jóna Sigríður Ólafsdóttir og Vilborg Óttarsdóttir samninga sína við Hamar.

Með leikmönnunum á myndinni eru frá vinstri Birgir S. Birgisson stjórnarmaður hjá Hamri og Þórunn Bjarnadóttir sem mun aðstoða í kringum liðið en þessi öflugi leikmaður hefur nú lagt skóna á hilluna góðu og á von á barni. Lengst til hægri er svo Árni Þór Hilmarsson nýráðinn þjálfari Hamars en hann er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í úrvalsdeild.

Fyrri grein„Það truflaðasta sem ég hef gert“
Næsta greinVarnargirðingum ekki haldið við