Golfklúbbur Selfoss á tvo kylfinga í landsliðshópi Íslands, Team Iceland, fyrir árið 2019, þau Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur og Aron Emil Gunnarsson.
Kylfingarnir sem eru valdir í þennan hóp eru líklegir til þess að verða valdir í verkefni á vegum GSÍ á næsta ári.
„Hrikalega gaman fyrir golfklúbbinn“
Heiðrún er í kvennahóp eldri en 18 ára og Aron Emil í undir 18 ára hóp. Þau hafa bæði verið valin áður, en ekki á sama tíma og að sögn Hlyns Geirs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra GOS, er „hrikalega gaman fyrir golfklúbbinn að það séu tveir GOSarar í þessum sterka hóp.“
Heiðrún Anna spilaði með landsliðinu á U18 Evrópumótinu í sumar og Aron var í æfingahóp landsliðsins árið 2017.