Heimakonur skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik

Magdalena Reimus lék gegn uppeldisfélagi sínu, Hetti, í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss heimsótti topplið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis á Reyðarfjörð í dag í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Selfyssingum hefur ekki gengið nógu vel að skora mörk í sumar og á því varð engin breyting í dag.

Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en FHL braut ísinn í upphafi seinni hálfleiks. Heimakonur bættu svo við tveimur mörkum undir lok leiksins og lokatölur urðu 3-0.

FHL er áfram á toppi deildarinnar, nú með 25 stig en Selfoss er í 9. sætinu með 9 stig.

Fyrri greinErla ráðin leikskólastjóri í Vík
Næsta greinTveir handteknir vegna vopnamáls í Þykkvabænum