Kvennalið Hamars sótti Fjölni heim í Grafarvoginn í 1. deildinni í körfubolta í kvöld. Fjölnir var sterkari í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 31-29, Fjölni í vil. Fjölniskonur höfðu undirtökin í síðari hálfleiknum og náðu svo að loka á Hamar í 4. leikhluta þar sem Hvergerðingar skoruðu aðeins 8 stig. Lokatölur 68-53.
Hamar er áfram í 6. sæti 1. deildarinnar með 6 stig.
Tölfræði Hamars: Ragnheiður Magnúsdóttir 10/11 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 9/4 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 8/11 fráköst, Helga Sóley Heiðarsdóttir 6/4 fráköst, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 6, Margrét Hrund Arnarsdóttir 4/5 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 4/4 fráköst, Adda María Óttarsdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 2/5 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 2.