
Héraðsmót HSK í skák fór fram síðastliðinn mánudag í Tíbrá á Selfossi. Til keppni mættu fjórar sveitir og teflt var á þremur borðum.
Mótið var stórskemmtilegt þar sem tefldar voru 15 mínútna skákir og gekk mikið á í sumum þeirra.
Úrslit mótsins urðu þau að sveit Heklu sigraði með 6 vinninga, A-sveit Selfoss fékk 5½ vinning, B-sveit Selfoss 4½ vinning og sveit Dímonar 2 vinninga.
Sigursveit Umf. Heklu skipuðu Jón Þ. Þór, Einar Sigurðsson og Martin Patryk Srichakham.