Hekla vann stigakeppnina á velheppnuðu móti

Fyrsta héraðsmót HSK í skák fyrir keppendur 16 ára og yngri var haldið í Grunnskólanum á Hellu á dögunum. Heimamenn í Heklu sigruðu í stigakeppni félaganna.

Til leiks mættu 28 keppendur frá fjórum aðildarfélögum sambandsins. Keppt var í þremur aldursflokkum. Í tveimur yngri flokkunum var keppt eftir monradkerfi og spilaðar sex umferðir. Í elsta flokknum kepptu allir við alla. Umhugsunartími var 10 mín. á hverja skák í öllum flokkum.

Í elsta flokknum urðu þrír jafnir með þrjá vinninga. Þeir kepptu um annað sætið í snörpum fimm mín. skákum.

Gaman var að fylgjast með ungum og efnilegum skákkeppendum en sumir þeirra voru að keppa á sínu fyrsta skákmóti. Mótshaldið gekk vel undir styrkri stjórn Björgvins S. Guðmundssonar, mótsstjóra.

Að loknu velheppnuðu móti var það mál manna á staðnum að þetta mót væri komið til að vera. Guðmundur Jónasson formaður Umf. Heklu og varastjórnarmaður í HSK á heiðurinn að því að þetta mót var haldið.

Verðlaunahafar:
1.-4. bekkur

1. Aron Birkir Guðmundsson, …….Heklu 5v
2. Sindri Freyr Seim Sigurðsson, ….Heklu 5v
3. Anton Fannar Kristinsson, ……..Heklu 4v

5.-7. bekkur
1. Benedikt Ó. Benediktson, ……. Dímon 5v
2. Heiðar Óli Guðmundsson, ……..Heklu 5v
3. Almar Máni Þorsteinsson, ……..Heklu 5v

8.-10. bekkur
1. Margrét Rós Svansdóttir, ……..Heklu 4v
2. Ómar Högni Guðmarsson, …….Garpur 3v
3. Eyþór Máni Steinarsson, ………Heklu 3v

Stigakeppni félaga:
1. Hekla 38,25 stig
2. Garpur 12,5 stig
3. Dímon 10,5 stig
4. Selfoss 0,75 stig

Fyrri greinSá við erlendum svikahröppum
Næsta greinÁnægjulegur afmælisdagur á Laugarvatni