Ungmennafélagið Hekla sendi í fyrsta skipti keppendur á haustmót í stökkfimi í gær þegar elsta stig Heklu tók þátt á móti í Keflavík.
Stúlkur fæddar 2004-2007 tóku þátt í mótinu og sendi Hekla fjögur lið til leiks. Þrjú kepptu í B-deild og eitt lið í A-deild.
Að sögn Erlu Sigríðar Sigurðardóttur, þjálfara hjá Heklu, stóðu stelpurnar sig allar gífurlega vel og komu heim reynslunni ríkari.


