Hengill Ultra hlaupið verður haldið í annað sinn á laugardag. Um er að ræða utanvegahlaup á Hengilsvæðinu og er hægt að velja um 81 km eða 50 km hlaupaleið.
Nú eru tuttugu hlauparar eru skráðir til leiks en hlaupið er um fjalllendi Hengilssvæðisins í nágrenni Hveragerðis.
„Það er óneitanlega komin mikil spenna í mannskapinn enda er þetta í fyrsta skipti sem hlaupið fer fram og ljóst að þetta verður mikil þolraun fyrir keppendur. þetta er ein af fallegri hlaupaleiðum landsins ef ekki sú fallegasta,“ segir Pétur Ingi Frantzson, hlaupaþjálfari í Hveragerði, en það eru hlauparar í Hamri sem eru í forsvari fyrir Hengil Ultra.