Selfyssingar sigruðu Reykjavíkur-Víkinga á útivelli í kvöld í lokaumferð A-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu, 1-2.
Strax á 1. mínútu leiksins lét Jón Guðbrandsson vaða að marki af löngu færi og kom Selfoss í 1-0. Jóni leiddist ekki að skora enda lék hann með Víkingum um skeið áður en hann sneri aftur í heimahagana.
Víkingar jöfnuðu eftir hornspyrnu á 17. mínútu og þar við sat þrátt fyrir ágætar tilraunir beggja liða, allt þar til á 89. mínútu. Henning Jónasson átti þá skot af löngu færi sem markvörður Víkinga réð ekki við.
Selfyssingar enduðu í 4. sæti riðilsins með 12 stig, unnu fjóra leiki en töpuðu þremur.