
Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins hefur ákveðið að fresta 99. héraðsþingi HSK til 29. apríl nk, en upphaflega var stefnt að því að halda þingið 15. apríl.
Héraðsþingið verður haldið í Þingborg í Flóahreppi fimmtudaginn 29. apríl og hefst stundvíslega kl. 17:00.
Vegna þeirra samkomutakmarkana sem eru enn í gildi er óvíst hvort þinghaldið verði með hefðbundnum hætti. Til greina kemur að takmarka fjölda fulltrúa með einhverjum hætti, en það var gert á síðasta héraðsþingi í september sl.
Ef ekki verður hægt að halda héraðsþingið í Þingborg vegna fjöldatakmarkana verður þingið haldið á Teams þennan sama dag.