Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur samið við framherjann Pablo Hernandez um að spila með liðinu á næstu leiktíð.
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, þekkir Hernandez vel, því hann þjálfaði hann hjá Þór Akureyri tímabilið 2019/20. Hernandez skoraði þar 15,1 stig og tók 7,6 fráköst að meðaltali í leik, ásamt því að vera með 47,5% þriggja stiga nýtingu.
Hernandez er fjölhæfur framherji sem hefur spilað í silfur og gull deildinni á Spáni síðustu tvö tímabil og í tilkynningu frá Þórsurum segir að þar á bæ sé mikil tilhlökkun að fá leikmanninn til sín í hamingjuna.