Ungmennalið Selfoss tapaði naumlega gegn toppliði HK á útivelli í Grill-66 deild karla í handbolta í gærkvöldi.
Selfyssingarnir ungu mættu sprækir til leiks og hikuðu hvergi. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn og staðan í leikhléi var 17-17.
HK náði fljótlega þriggja marka forystu í seinni hálfleik en Selfoss jafnaði 27-27 þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Heimamenn reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum. Þó að ekki hafi munað nema einu marki á lokamínútunni átti HK síðasta orðið og sigraði 33-31.
Vilhelm Freyr Steindórsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Hans Jörgen Ólafsson skoraði 6, Árni Ísleifsson 5, Gunnar Kári Bragason 4, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Sæþór Atlason og Valdimar Örn Ingvarsson 2 og Jason Dagur Þórisson 1.
Alexander Hrafnkelsson var í ham í marki Selfoss-U og varði 21 skot.
Staðan í deildinni er þannig að Selfoss-U er í 8. sæti með 13 stig en HK-menn eru langefstir með 31 stig í toppsætinu.