Sunnlendingar unnu þrefaldan sigur í fjórgangi á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem lauk á Selfossi í dag.
Íslandsmeistarar urðu Hinrik Bragason og Sigur frá Hólabaki með 8,07. Þeir urðu einnig Íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum.
Í 2. sæti urðu Olil Amble og Kraflar frá Ketilsstöðum með 8,00 en þau voru efst eftir forkeppnina. Í 3. sæti voru Hulda Gústafsdóttir og Sveigur frá Varmadal með 7,97.
Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri sigruðu í fimmgangi með einkunnina 7,90 en Viðar Ingólfsson og Már frá Feti urðu í 2. sæti með 7,88 í einkunn.